Mánudagur, 24. maí 2010
Samfylkingin sækir sig í Hafnarfirði
Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin fimm menn og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Samkvæmt könnuninni þá bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa en 11 bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Næsti maður inn samkvæmt könnunni er bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson sem vermir 6. sætið á lista Samfylkingarinnar. Samfylkingin þarf því ekki að bæta við sig miklu fylgi í viðbót til að ná að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins og því má búast við því að hart verði barist síðustu daga kosningabaráttunnar.
Samfylkingin hefur haft hreinan meirihluta í Hafnarfirði undanfarin átta ár.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.