Mánudagur, 24. maí 2010
Lilja Mósesdóttir vill fara uppboðsleið til afnáms gjaldeyrishafta
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður Vinstri grænna, íhugar að leggja fram þingsályktunartillögu um að farin verði svo kölluð uppboðsleið við afnám gjaldeyrishafta hér á landi. Hún segir þá leið ódýrasta fyrir skattgreiðendur.
Uppboðsleiðin felst í því að setja á fót uppboðsmarkað með gjaldeyri, þar sem innlendir eigendur gjaldeyris geti selt hann á til aðila sem eru tilbúnir að greiða hærra krónuverð fyrir hann en sem nemur skráðu gengi og skattleggja yfirverðið. Þannig sé hægt að tappa hægt og bítandi af óþolinmóðu fjármagni sem vill yfirgefa landið.
Lilja segir að aðalmarkmikið sé að færa aflandsmarkaði inn í landið. Þannig að innlendir framleiðendur og útflutningsvarann njóti góðs af því verði sem að krónueigendur eru tilbúnir að borga umfram það sem Seðlabanki Íslands hefur skráð gengið á."
Hún segir þessa leið ódýrari en varasjóðsleiðina sem farin er samkvæmt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hún felst í að taka stór lán til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð landsins og efla trúverðugleika krónunnar. Með uppboðsleiðinni minnki þörfin fyrir gjaldeyrisinngrip, sem Lilja segir kostnaðarsöm.
Ekkert endilega en hún gefur Seðlabanka Íslands góða tilfinningu fyrir því hversu hratt er hægt að fara án þess að gengi krónunnar falli mjög mikið," segir Lilja aðspurð hvort þessi leið sé hraðvirkari.
Lilja bíður áætlunar efnahags- og viðskiptaráðherra um afnám gjaldeyrishafta en ef hún kemur ekki fram á næstu dögum hyggst Lilja leggja fram þingsályktunartillögu um uppboðsleiðina.(visir.is)
Hugmynd Lilju er athyglisverð.En ég efast um að hún nái fram að ganga.Sennilega yrði hún ekki samþykkt á alþingi og Seðlabankinn mun ekki samþykkja þessa leið Lilju.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.