Mánudagur, 24. maí 2010
FME og RSK taka upp samstarf
Ríkisskattstjóri og Fjármálaeftirlitið hafa ákveðið að taka upp samstarf og hafa gert með sér samstarfssamning.
Meðal annars mun Fjármálaeftirlitið fá aðgang að vissum skrám ríkisskattstjóra.
Í samningnum felst að ríkisskattstjóri og fjármálaeftirlitið munu leggja sig fram við að koma á upplýsingaskiptum sín í milli og skuldbinda sig til að miðla upplýsingum um það sem þau komast að í sýslan sinni og talið er að falli undir starfsvettvang viðkomandi stofnunar.
Skipaðir hafa verið tengiliðir hjá hvorum aðila og verða reglulegir samráðsfundnir haldnir. Hópurinn hefur þegar tekið til starfa.
(visir.is)
Það er fagnaðarefni,að Ríkisskattstjóri og Fjármálaeftirlitið skuli hafa ákveðið að taka upp samstarf.Þessar stofnanir ásamt sérstökum saksóknara gegna lykilhlutverki við rannsókn efnahagsbrota í aðdraganda efnahagshrunsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.