Bankahrunið: Fjármálaeftirlitið brást algerlega

Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið er langur kafli um Fjármálaeftirlitið (FME).Þar kemur fram hörð gagnrýni á FME.Rannsóknarnefndin bendir á,að FME hafi bæði verið undirmannað og undirfjármagnað.Það skýri nokkuð aðgerðarleysi stofnunarinnar en alls ekki að fullu.Einnig hafi skort á myndugleika stofnunarinnar og að málum væri fylgt á eftir.FME komst að því að í mörgum tilvikum fylgdu bankarnir ekki reglum og lögum að fullu svo sem varðandi eigin fé og útlán til eigenda miðað við eigin fé.FME gerði skriflegar athugasemdir við slíkt og margt fleira en rannsóknarnefndin telur,að málum hafi ekki verið fylgt á eftir lögformlega og með viðurlögum.Þá gagnrýnir rannsóknarnefndin,að FME hafi eytt miklum tíma í að  mæra fjármálastofnanir.

Gagnýni rannsóknarnefndarinnar á störf og eftirlit FME með fjármálastofnunum er mjög itarleg.Mér virðist samkvæmt henni,að FME hafi gersamlega brugðist eftirlitshlutverki sínu.Sérstök stjórn var yfir FME og hafði stofnunin því mikið sjálfstæði.

Björgvin Guðmundssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband