Þriðjudagur, 25. maí 2010
Mótmælastaða við stjórnarráðið í dag
Samtökin sætti sig ekki við sjálfdæmi fjármálastofnanna við skuldauppgjör og eignaupptöku þeirra á heimilum landsmanna. Ekki sé hægt að sætta sig við að heimilum landsmanna og velferð verði fórnað á altari fjárglæframanna, eins og það er orðað í tilkynningu. Þá neita samtökin alfarið að samþykkja að uppboð og nauðungarsölur heimila verði teknar upp á ný, án þess að íbúðalán verði leiðrétt aftur fyrir hrun. Næg sé eignaupptakan fyrir. (ruv.is)
Þessi mótmælastaða er mjög eðlileg Fólki finnst of lítið hafa verið gert til þess að leysa skuldavanda heimilanna.Það hefur margt verið gert en ekki nóg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.