Þriðjudagur, 25. maí 2010
"Fólk er búið að fá upp í kok af gömlu flokkunum?"
Ég var í fjölskyldusamkvæmi um helgina og þá barst talið að borgarstjórnarkosningunum og góðu gengi Jóns Gnarr.Nokkrir sögðust ætla að kjósa Besta flokk Jóns Gnarr og sögðu:Fólk er búið að fá upp í kok af gömlu flokkunum.Þeir eru allir með sömu frasana enda frambjóðendur þeirra allir steyptir í sama mót í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna.Ég maldaði í móinn og sagði,að Dagur B.Eggertsson væri ekki alinn upp í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar.Hann hefði komið inn í borgarpólitíkina sem ungur læknir,er Ingibjörg Sólrún hefði fengið til liðs við Samfylkinguna.En allt kom fyrir ekki. Ég fékk svarið: Hann er samt með sömu frasana og hinir.Það var ljóst,að ekki þýddi að beita rökum.Hér voru það tilfinningar sem réðu. Og það er ef til vill mergurinn málsins. Fólk er reitt vegna bankahrunsins og hruns efnahagslífsins,vegna atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika heimilanna og það lætur reiðina bitna á öllum gömlu flokkunum.En þessi " tilraun" almennings getur orðið Reykvíkingum dýrkeypt.Ef Jón Gnarr fær meirihluta gæti hann gert einhver þau axarsköft sem erfitt yrði að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.