Miðvikudagur, 26. maí 2010
Hættulegt að veita Jóni Gnarr brautargengi
Besti flokkurinn fær 43 prósenta fylgi og sjö fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Vantar því aðeins einn fulltrúa á hreinan meirihluta.
Sjáfstæðsiflokkurinn fær tæp 29 prósent og fimm fulltrúa, tapar tveimur, Samfylkingin 16,5% og tapar líka tveimur. Vinstri grænir fá rúm sex prósent og tapa einum, Framsóknarflokkurinn fjögur prósent og tapar sínum fulltrúa. Önnur farmboð fá mun minna.
Fylgi Besta flokksins er mest meðal yngstu kjósendanna. Könnunin var gerð 20 til 24. maí.-
(visir.is)
Það er stórhættulegt að veita Besta flokki Jóns Gnarr brautargengi.Hann veit ekkert hvað hann ætlar að gera í borgarmálum og hefur ekkert vit á þeim.Hann gæti hæglega sett fjármál borgarinnar í hættulega stöðu ef hann kæmist að.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.