Treysti Degi B.Eggertssyni best fyrir stjórn borgarinnar

Nú er orðið stutt til kosninga.Ljóst er,að kosningarnar verða mjög spennandi.Spurning er hvort Jón Gnarr og Besti flokkur hans nær meiirihluta eða ekki. Það yrði meiriháttar slys ef Jón Gnarr næði meirihluta. Hann gæti hæglega keyrt borgina í gjaldþrot,þar eð hann hefur ekkert vit á fjármálum og raunar ekkert vit á borgarmálum heldur.Ef Jón Gnarr nær völdum í borginni og gerir eitthvað axarskaft,sem ekki verður unnt að leiðrétta getur það bitnað beint á borgarbúum í skerðingu lífskjara.

Ég treysti Degi B.Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar  best til þess að fara með stjórn borgarinnar.Hann er sannur jafnaðarmaður og leggur áherslu á réttu málin.Hann segist munu leggja höfuðáherslu á að borgin stuðli að aukinni atvinnu.Hann hefur lagt fram tillögur í því efni svo sem með stórauknum viðhaldsverkefnum ,sem eru mjög vinnuaflsfrek. Hann vill  að borgin taki lán hjá lífeyrissjóðunum til þess að fjármagna þessi verkefni.Þá leggur Dagur einnig mikla áherslu á velferðarmálin og þar á meðal að hækka viðmið við veitingu  fjárhagsaðstoðar til þeirra sem eru verst staddir.Hann telur miklar matargjafir hjálparstofnana til marks um að borgin er ekki að standa sig í fjárhagsaðstoð.Ég treysti Degi B.Eggertssyni best  og skora á kjósendur að kjósa hann og flokk hans Samfylkinguna- XS.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband