Miðvikudagur, 26. maí 2010
Ísland komst áfram í Eurovision
Íslenska lagið Je ne sais quoi í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur er komið í aðalkeppni Evróvisjón sem haldin verður í Ósló næstkomandi laugardag, 29. maí.
Þau níu lönd sem einnig komast áfram í aðalkeppnina eftir undankeppnina í kvöld eru: Bosnía-Hersegóvína, Moldóva, Rússland, Grikkland , Portúgal, Hvíta Rússland, Serbía, Belgía og Albanía.
Hera Björk var að vonum ánægð með frammistöðuna og sagðist hafa grátið eins og fegurðardrotting. Við tökum þetta á laugardaginn," sagði Hera í samtali við fréttastofu RÚV.
Þetta er í þriðja skipti í röð sem Ísland kemst upp úr undanúrslitum.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.