Miðvikudagur, 26. maí 2010
Áætlun um atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslu
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir það af og frá að stefna ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnumál í Þingeyjarsýslu séu óljós. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fólk á svæðinu vildi skýrari svör, en þau sem hefðu fengist á fundi með iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar í gær.
Það sem þarna var á ferðinni var kynning á frumathugun," segir Katrín. Stefnt sé að því að næsta haust verið farið að hylla undir að menn fari að skrifa undir samninga við kaupanda að orku sem framleidd verður á svæðinu. Það sem var verið að kynna núna var eingöngu frumathugun vinnuhóps. Það getur vel verið að við hefðum aldrei átt að kynna þessa frumathugun ef menn ætla að taka þessu svona," segir Katrín og telur að kosningaskjálfti sé kominn í sveitastjórnarmenn.
Við erum bara að vinna samkvæmt áætlun. Áætlunin felur það í sér að það eru sex fyrirtæki í skoðun. Tvö í a-flokki og fjögur í b-flokki sem þýðir að þau eru í frekari skoðun hjá verkefnastjórninni," segir Katrín. Hugmyndin sé síðan sú að ráðast í öfluga markaðssetningu á svæðinu til atvinnuuppbyggingar. Sú hugmynd sé ekki sist komin til að frumkvæði Landsvirkjunar. Það þýðir þó ekki að menn séu að leita að einhverju öðru í staðin fyrir eitthvað annað. Það þýðir bara að við ætlum að ráðast í alvöru atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Það er gott fyrir Þingeyinga og það er líka gott fyrir þjóðarbúið," segir Katrín. (visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.