Fimmtudagur, 27. maí 2010
Ferðaþjónustan tapaði 1 1/2 milljarði í apríl
Talið er að ferðaþjónustan hafi orðið af einum og hálfum milljarði króna í apríl vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á flug. Tölur fyrir maímánuð liggja ekki fyrir.
Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar komu um fimm þúsund færri ferðamenn til landsins í aprílmánuði en búist var við. Miðað er við að tekjur þjóðarbúsins af hverjum ferðamanni séu um 300 þúsund krónur. Inni í þeirri fjárhæð er flugfar, gisting, afþreying, matur og önnur eyðsla ferðamanna.
Þegar tölur um fjölda ferðamanna í maí liggja fyrir verður hægt að meta heildartap greinarinnar. Þess er jafnframt að vænta að fljótlega í júní verði komið á daginn hvaða áhrif gosið mun hafa á ferðamannastrauminn fram á haust. Sameiginlegt markaðsátak ferðaþjónustunnar og stjórnvalda hefur þá staðið um hríð.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær að flugfélögin Icelandair, Iceland Express og Flugfélag Íslands urðu samtals af einum til 1,3 milljörðum króna vegna raskana á flugi af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli.-(visir,is)
Þetta er mikill skaði fyrir ferðaþjónustuna.Ekki hefur enn verið fullreiknað hvað ferðaþjónustan hefur alls tapað miklu á gosinu.En það eru miklir fjármunir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.