Fimmtudagur, 27. maí 2010
Jón Gnarr vill verða borgarstjóri!
Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum á laugardag, mun gera kröfu um borgarstjórastólinn í meirihlutasamstarfi ef flokkurinn fær mest fylgi í kosningunum. Jón sagðist ætla gera þá kröfu skynji hann það svo að það sé vilji borgarbúa.
Þetta kom fram í kosningaþætti Sölva Tryggvasonar með oddvitum allra framboða á Skjá einum í gærkvöldi. Spurður um með hvaða flokki hann vildi helst vinna sagðist Jón ekki gera upp á milli flokkanna. Í öllum væri frambærilegt fólk, það væru sjálfir flokkarnir sem væru meinið.(runs.is)
Ég tel að ekki komi til greina að gera Jón Gnarr að borgarstjóra.Hann hefur ekkert vit á fjármálum eða borgarmálum og gæti gert meiri skaða en gagn í stól borgarstjóra. Það væri nær að hann yrði forseti borgarstjórnar ef hann fær eins mikið fylgi og kannanir sýna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.