Verðbólga sl. 12 mánuði 7,5%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí er 365,3 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,41% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 347,9 stig og hækkaði hún um 0,29% frá apríl.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,2% (vísitöluáhrif 0,15%) á milli apríl og maí, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,18% en af lækkun raunvaxta -0,03%. Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði  um 9,8% (0,10%) á sama tímabili en verð dagvara lækkaði um 0,6% (-0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 10,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5,0% verðbólgu á ári (6,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í maí 2010, sem er 365,3 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.213 stig fyrir júlí 2010.(hagstofan)

Í apríl var 12 mánaða  verðbólga 8,3% þannig að verðbólgan hjaðnar smám saman. Það er mjög mikið atriði að koma henni alveg niður,í 3-4%.Það mundi auðvelda greiðslur af lánum og  styrkja gengi krónunnar sem aftur lækkar verð innfluttra vara og hjálpar atvinnuvegunum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband