Fimmtudagur, 27. maí 2010
Steinunn Valdís á ekki að segja af sér
Mjög skrítin umræða er í gangi núna. Hún snýst um það hvort þeir,sem fengu styrki vegna prófkjara fyrir mörgum árum eigi að segja af sér.Þessi umræða er algerlega út í hött.Þegar þessir styrkir voru veittir voru engar reglur eða lög í gildi um slíka styrki.,Það voru því ekki brotin nein lög eða neinar reglur.Aðeins í þeim tilvikum,að unnt væri að sýna fram á,að styrkveitingar hefðu haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnmálamanna kæmu afsagnir til álita.En það er ekki um slíkt að ræða hjá Steinunni Valdísi. Mér finnst það furðulegt að Hjálmar Sveinsson,nýr frambjóðandi hjá Samfylkingunni skuli leyfa sér að segja að Steinunn Valdís eigi að segja af sér.Hann hefur ekkert leyfi til þess. Ég er honum algerlega ósammála.
Það sem er hér að gerast er það að vegna þess að ekki hefur tekist að ákæra þá sem misfóru með bankana og þá sem raunverulega bera ábyrgð á bankahruninu þá er verið að ráðast á aðra eins og Steinunni Valdísi,sem bera enga ábyrgð á bankahruninu.Það er furðulegt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta skili sér?
http://www.youtube.com/watch?v=dblwJHiNW7A
Flosi Kristjánsson, 27.5.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.