Tónlistarhúsið á að vera tilbúið eftir eitt ár

Íslenskir aðalverktakar ætla að fjölga starfsmönnum við tónlistarhúsið um 50 á næstu mánuðum, en nú er stefnt að því að framkvæmdum við húsið verði lokið í byrjun apríl á næsta ári. Tilkynnt verður um formlegan opnunardag í lok næsta mánaðar. Í tilkynningu frá Austurhöfn kemur fram að seinkun hafi orðið á framleiðslu og uppsetningu glerhjúps hússins, vegna stöðvunar verksins veturinn 2008 til 2009, en samkomulag hafi nú náðst um að vinna upp þá seinkun. Starfmönnum við verkið hefur fjölgað um fimmtíu á undanförnum vikum. Þeir eru nú 400, en verða 450 í lok sumars, þegar vinna hefst við innréttingar í húsinu.

 

(ruv.is)

Úr því ákveðið var að halda áfram með tónlistarhúsið er gott að koma því sem fyrst upp.Það skapar aukna atvinnu og ekki veitir af henni í kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband