Fimmtudagur, 27. maí 2010
Skuldatryggingarálag Íslands lækkar
Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að engu að síður telur greiningin líklegt að þessi lækkun tengist ekki sérstökum innlendum þáttum heldur sé tilfallandi enda fátt sem hægt er að benda á í þessu tilliti að hægt sé að rekja hana til.
Má hér benda á tilkynninguna sem eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér í gær um að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að mismuna innlendum og erlendum innistæðueigendum, sem telst tæpast til jákvæðra tíðinda fyrir Ísland á erlendum mörkuðum.
Af ríkjum Vestur Evrópu er skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands næsthæst á eftir álaginu á Grikkland sem stóð í lok dags í gær í 691 punktum. Fast á hæla Íslands kemur Portúgal og var skuldatryggingaálagið á það 326 punktar í gær.
Lægst er skuldatryggingaálag á hin Norðurlöndin, auk Þýskalands, og eru Norðmenn þar með yfirburðastöðu. Álagið á norska ríkið í lok dags í gær nam aðeins 21 punktum.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.