Umhverfisráðherra vill breyta lögum um orkufyrirtæki

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra vill að lögum um eignarhald á orkufyrirtækjum verði breytt til samræmis við norsk lög og undirbýr nú lagafrumvarp þess efnis. Segir hún að norska löggjöfin hafi staðist Evrópuumhverfið að því leyti að ekki eru gerðar athugasemdir við það að Norðmenn setji stífari skorður varðandi sínar vatnsaflsvirkjanir heldur en gert er ráð fyrir til að mynda í íslensku löggjöfinni.

Kanadíska fyrirtæki Magma Energy keypti nýverið rúmlega helmingshlut í HS orku og á því nú 98,5% í fyrirtækinu. Í lagafrumvarpinu sem Svandís er nú með í undirbúningi er gert ráð fyrir að einkaaðilar megi ekki eiga meira en þriðjungshlut í orkufyrirtæki. Það myndi þá þýða að Magma sem komið er inn í íslenskt umhverfi yrði að aðlagast breyttum aðstæðum þó á sanngjörnum tíma. Að sögn umhverfisráðherra næðist þannig að reisa varnir þannig að auðlindirnar yrðu ekki erlendum aðilum að féþúfu.

Svandís segir það ekki nóg að stytta nýtingartíma Magma á auðlindunum niður í þrjátíu eða fjörutíu ár. Ástæðan er sú að þegar talað er um háhita- eða jarðhitavirkjanir geti nýtingartíminn verið svo stuttur, ef ekki er tryggt að nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Ef leiguskilmálarnir eru ekki þannig að það sé ekki tryggt að nýtingin sé sjálfbær þá geti slíkur virkjunarkostur klárast innan 30-40 ára.

Svandís segir lagabreytingu af þessu tagi njóta stuðnings í þingflokki Vinstri grænna, hún hafi þó hvorki rætt málið við Samfylkinguna né Magma Energy.(ruv.is)

Ef frumvarp umhverfisráðherra nær fram að ganga á ég ekki von á,að það verði afturvirkt.Það mun því enga breyta fyrir Magma.En slík breyting og ráðherrann boðar er ágæt fyrir framtíðina.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband