Fimmtudagur, 27. maí 2010
Norðmenn styðja íslenska bændur
Norsku bændasamtökin og ýmis norsk fyrirtæki hafa ákveðið að styrkja íslenska bændur um sjö milljónir króna. Peningarnir eru ætlaðir þeim bændum sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Féð hefur verið lagt í sjóð sem Bændasamtök Íslands eiga að úthluta úr. Norsku bændasamtökin og fyrirtækin sem standa að styrknum, hafa stofnað söfnunarreikning og hvetja aðra sem tengjast norskum landbúnaði til að leggja einnig sitt af mörkum(ruv.is)
Það er þakkarvert að Norðmenn skuli veita íslenskum bændum fjárhagsaðstoð.Bændur undir Eyjafjöllum hafa orðið fyriir miklu tjóni og því kemur það sér vel fyrir þá að fá umrædda aðstoð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.