Gallup: Besti flokkurinn með 6 borgarfulltrúa

Meirihlutinn er fallinn í borginni og Besti flokkurinn er stærsti flokkurinn, samkvæmt nýrri fylgiskönnun sem Capacent gerði fyrir Ríkisútvarpið. Besti flokkurinn fengi sex borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Samfylkingin þrjá og Vinstri grænir einn. Flestir vilja sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í borgarstjórastól. Innan við helmingur kjósenda Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Samfylkingar árið 2006, ætla að kjósa sömu flokka nú. (ruv.is)

Samkvæmt þessari könnun Gallup er niðurstaðan svipuð og í könnun Fréttablaðsins en þó fær Besti flokkurinn  aðeins minna og Sjálfstæðisflokkurinn nokkru meira.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband