Laugardagur, 29. maí 2010
Óljós stefna Jóns Gnarr
Oddvitar framboðanna í Reykjavík komu fram í kastljósi RUV í gærkveldi.Stefnan var nokkuð skýr hjá gömlu floikkunum. Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingar lagði mesta áherslu á atvinnumálin og sagði að Samfylkingin vildi skapa 5 þús. ný störf á næstu 4 árum.Hann skýrði hvernig Samfylkingin ætlaði að fjármagna það. Sóley Tómasdóttir lagði aðaláherslu á velferðarmálin og Hanna Birna sagði að skattar yrðu ekki hækkaðir.Hins vegar var stefnan mjög óskýr hjá Jóni Gnarr.Hann ýmist svaraði ekki eða mjög óljóst.Eitt helsta mál hans var að koma ætti upp fangelsi á Kjalarnesi fyrir erlenda hvítflibbaglæpamenn.Taldi hann að margir gætu fengið vinnu við það. Ljóst var að Jón Gnarr hafði lítið fram að færa þegar gamanmálum var sleppt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.