Sjónvarpið gerir kosningunum skil

Ríkisútvarpið gerir sveitarstjórnarkosningunum ítarleg skil annað kvöld, í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Undirbúningur fyrir kosningavökurnar, sem fram fara í sjónvarpinu og á Rás 1, er á lokastigi. Vökurnar hefjast um klukkan 22, um leið og úrslit Evróvisjón verða orðin ljós. Þar verður rýnt í kosningatölur jafnharðan og þær berast og viðbrögð frambjóðenda fengin við sigrum og ósigrum.

Kosningavaka sjónvarpsins verður með einfaldara sniði en verið hefur. Á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is, verður ávallt hægt að nálgast nýjustu tölur. Útsendingar ljósvakamiðlanna standa fram á nótt og kosningavöku útvarps lýkur ekki fyrr en talið hefur verið uppúr öllum kjörkössum. Um hádegi á sunnudag verður aukafréttatími í sjónvarpi og umræðum haldið áfram í Silfri Egils klukkan 12:30.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband