Mánudagur, 31. maí 2010
Lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf af Seðlabanka fyrir 88 milljarða
Með því flytja sjóðirnir um níutíu milljarða króna af erlendum eignum sínum til Íslands á næstu sex mánuðum og skipta þannig evrum yfir í krónur. Fram kom á blaðamannafundi lífeyrissjóðanna og Seðlabankans í morgun að viðskiptin voru í lokuðu útboði og hafi haft stuttan aðdraganda. Með þeim sé ríkissjóður að fjármagna sig á kjörum sem jafngildi 0,75 % vöxtum til fimmtán ára. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að viðskiptin efli gjaldeyrisforðann og lækki skuld ríkissjóðs í erlendri mynt. Lífeyrissjóðirnir hagnist á viðskiptunum. Tuttugu og sex lífeyrissjóðir taka þátt í þessum viðskiptum. (ruv.is)
Þetta eru góð viðskipti.Þau auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og greiða fyrir því að unnt verði að afnema gjaldeyrishöftin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.