Lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf af Seðlabanka fyrir 88 milljarða

Lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið að kaupa skuldabréf af Seðlabankanum fyrir jafnvirði 88 milljarða króna. Annars vegar eru þetta bréf sem Íbúðalánasjóður gaf út og Landsbankinn setti inn í Avens sem veð fyrir lánum frá Seðlabankanum í Lúxemborg, og hins vegar skuldabréf sem ríkissjóður og seðlabanki eignuðust eftir hrun bankanna. Avens, sem Seðlabanki Íslands náði yfirráðum yfir nýlega, var stærsti einstaki erlendi eigandi skuldabréfa í íslenskum krónum.

Með því flytja sjóðirnir um níutíu milljarða króna af erlendum eignum sínum til Íslands á næstu sex mánuðum og skipta þannig evrum yfir í krónur. Fram kom á blaðamannafundi lífeyrissjóðanna og Seðlabankans í morgun að viðskiptin voru í lokuðu útboði og hafi haft stuttan aðdraganda. Með þeim sé ríkissjóður að fjármagna sig á kjörum sem jafngildi 0,75 % vöxtum til fimmtán ára. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að viðskiptin efli gjaldeyrisforðann og lækki skuld ríkissjóðs í erlendri mynt. Lífeyrissjóðirnir hagnist á viðskiptunum. Tuttugu og sex lífeyrissjóðir taka þátt í þessum viðskiptum. (ruv.is)

Þetta eru góð viðskipti.Þau auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og greiða fyrir því að unnt verði að afnema gjaldeyrishöftin.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband