Sameina á Samfylkingu og VG

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði  á kosninganóttina,að fjórflokkurinn væri kominn að fótum fram. Mér fannst hún taka fullsterkt til orða enda þótt fjórflokkurinn hefði orðið fyrir miklu  áfallu.. En það þarf að endurskipuleggja gömlu flokkana og taka tillit til nýs tíma og kröfu um breytingar.

Ég tel að það eigi að sameina Samfylkinguna og VG.Það er tímaskekkja að vera með  þessa flokka  í tvennu lagi.Þeir eiga að vera í einu lagi. Þetta eru hvort tveggja jafnaðarmannaflokkar.Sjónarmið VG rúmast öll  í stórum jafnaðarmannaflokki.Framsókn  á ef til vill einnig heima  í stórum jafnaðar-og félagshyggjuflokki. Nýr flokkur þarf nýtt siðferði.Það á að banna prófkjör og hafa persónukjör í staðinn og það á að banna að flokkarnir taki við styrkjum frá fyrirtækjum og fjársterkum einstaklingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband