Almenn óánægja bitnar á gömlu flokkunum

Fólk og fjölmiðlar íhuga nú mjög úrslit kosinganna um sl. helgi.Breytingar urðu miklar,Samfylking  og Framsókn töpuðu mestu en Sjálfstæðisflokkur og VG töpuðu einnig,Hvers vegna töpuðu gömlu flokkarnir? Var það vegna bankahrunsins? Áreiðanlega að miku leyti.En VG tapar ekki vegna hrunsins.VG er eini flokkurinn,sem er algerlega saklaus af hruninu.VG hlýtur að tapa vegna óánægju með ríkisstjórnina. En Framsókn sem, er í stjórnarandstöðu ætti ekki að tapa vegna stjórnarinnar.Rökrétt hefði verið að Framsókn kæmi eins úr úr kosningunum og Sjálfstæðisflokkurinn. Báðir flokkarnir eru í stjórnarandstöðu og báðir flokkarnir eiga mikla sök á hruninu.Erfitt er að útskýra útkomu flokkannna alls staðar.Sums staðar eru staðbundnar ástæður.En ég hygg að aðalástæða úrslitanna sé almenn óánægja almennings með hrunið  og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Það er enginn ánægður með skattahækkanir og niðurskurð. En  hvort tveggja er nauðsynlegt ef loka á gatinu á fjárlögunum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband