Miðvikudagur, 2. júní 2010
Vilja flýta landsfundi Samfylkingar
Samfylkingin fékk víða slæma útkomu í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi og hafa flokksmenn rætt nú sín á milli hvernig eigi að bregðast við þessu. Skiptar skoðanir eru hins vegar um það og því verða umræður um það áfram á næstunni. Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í þættinum Hrafnaþingi á sjónvarpsstöðunni ÍNN í gærkvöld að hans mat væri að næstu mánuði þyrfti Samfylkingin að setjast niður og finna nýja flokksforystu.
Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun voru ekki tilbúnir að taka jafn djúpt í árinni og Sigmundur. Fyrst og fremst ætti að einbeita sér að þeim verkum sem væru framundan. Þó hafa raddir heyrst innan Samfylkingarinnar um að rétt sé að flýta landsfundi flokksins, en sá næsti á að fara fram fyrri hluta næsta árs.
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar fundaði á mánudaginn og þar bókaði Bergvin Oddsson, sem situr í stjórninni fyrir hönd Akureyrar, að hefja ætti undirbúning landsfundar sem færi fram strax í haust. Þetta ætti að gera í ljósi sveitarstjórnarkosninganna, vegna mikils fylgistaps Samfylkingarinnar og mikilla breytinga í pólitísku landslagi á Íslandi. Á fundinum gæfist grasrótinni líka kostur á að ræða störf flokksins og kjósa forystu hans.
Um þetta eru hins vegar skiptar skoðanir innan flokksins. Á meðan sumir taka undir þetta, telja aðrir að flokksstjórnarfundir geti gegnt þessu hlutverki, grasrótin hafi sína málsvara þar. Flokkstjórn Samfylkingarinnar fundar síðar í þessum mánuði, og þar er búist við að þessi mál verði rædd.
(ruv.is)
Þessi ósk kemur ekki á óvart. Úrslit kosninganna voru mjög óhagstæð Samfylkingunni og það þarf eitthvað að gera.Ekki er óeðlilegt að flýta landsfundi.En mestu skiptir að ríkisstjórnnin herði sig.Hún þarf að gera frekari ráðstafanir fyrir heimilin í landinu og hún þarf að koma atvinnulúfinu æi fullan gang.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.