Fimmtudagur, 3. júní 2010
Dagur:Kominn tími á eitthvað nýtt í pólitíkinni
Fundurinn var þéttsetinn og settur upp með óhefðbundnum hætti í samræmi við kröfur um breytingar. Við upphaf fundarins sagði Dagur að niðurstöðurnar úr nýfafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hefðu verið skellur fyrir flokkinn.Hann er bjartsýnn á samstarfið við Besta flokkinn og segir spennu vera fyrir samstarfinu. Því fylgi bæði óvissa og eftirvænting. Hugur sé í Samfylkingunni og borgarbúum.
Hann segir verkefnin borginni efst á baugi. Fjárhagsstaðan sé þröng en ýmsar hugmyndir séu í gangi og horfa eigi til framtíðar. Koma þurfi þeim heim og saman við þann raunveruleika sem blasir við í stjórn borgarinnar.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Látum Samfylkinguna vera raunsæismanninn og Besta flokkinn vera flipp flokkinn!!
Þannig mun þetta samstarf ganga.
Dagur mun verða stærri eftir það;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.