Vel miðar í viðræðum Besta flokksins og Samfylkingar

Viðræðum Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miðar vel, að sögn upplýsingafulltrúa Besta flokksins. Umræða flokkanna um einstök málefni er langt komin, en eftir er að ræða verkaskiptingu, þar á meðal hverjir verða formenn nefnda og ráða á vegum borgarinnar.

Leynd hvílir yfir því hver verður nýr bæjarstjóri í Kópavogi. Oddviti Samfylkingar ætlar að kynna verkaskiptingu nýs meirihluta á fundi í dag. Í Hafnarfirði eru viðræður Samfylkingar og Vinstri Grænna komnar langt að sögn oddvita VG. Búist er við að málefnasamningur flokkanna þar verði staðfestur eftir helgi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um nýjan bæjarstjóra í Hafnarfirði.(ruv.is)

 

Líklegt er,að samkomulag náist milli Besta flokksins og Samfylkingar um stjórn Reykjavíkurborgar.Ekkert hefur verið tilkkynnt formlega um hver verði borgarstjóri en Dagur hefur sagt,að hann geri ekki ófrávíkjanlega kröfu um þá stöðu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband