Sunnudagur, 6. júní 2010
Ágúst Einarsson: Þjóðin vill breytingar
Ágúst Einarsson lét af störfum sem rektor Háskólans á Bifröst í gær. Í sinni síðustu útskriftaræðu gagnrýndi hann stjórnvöld harðlega og sagðist vilja nýtt lýðveldi og beina kosningu framkvæmdavaldsins.
Ágúst sagði að besta leiðin fyrir Íslendinga út úr kreppunni væri að efla háskóla. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að rífa niður háskólakerfið. Að hans mati er fámenni helsta vanda Íslendinga og þegar bættust við siðleysi, græðgi og glæpamennska nokkurra tuga manna í lykilstöðum í fjármálageiranum þá hrundi hið fámenna samfélag okkar eins og spilaborg," sagði Ágúst í ræðu sinni.
Þá kom fram í máli Ágústs að hann teldi óvíst hvort að hægt væri að halda þjóðinni saman eftir þetta. Hann tók undir hugmynd Njarðar P. Njarðvík að stofna ætti nýtt lýðveldi enda væri flokkakerfi 20. aldarinnar gjaldþrota. Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar."
Ágúst kvaðst vilja að framkvæmdavaldið væri kosið beint eins og gert er í Bandaríkjunum og í Frakklandi að hluta og rifjaði upp hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna og Vilmundar Gylfasonar.
Ég tel að við eigum að kjósa framkvæmdavaldið í beinni kosningu. Alþingi verður kosið eftir sem áður en verður með þessu alvöru löggjafarþing og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldi sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar. Með því fengist betra jafnvægi milli þessara grundvallarstoða samfélagsins," sagði Ágúst.
Ágústi voru færðar margvíslegar þakkir fyrir starf sitt fyrir Háskólann á Bifröst og mun skólinn meðal annars halda sérstaka alþjóðlega ráðstefnu um menningu og viðskipti honum til heiðurs í haust. Magnús Árni Magnússon tók við rektorsstarfinu í dag. (visir.is)
Hugmyndir Ágústs og Njarðar P.Njarðvík eru mjög róttækar.En þær hafa litlar undirtektir fengið.Ég er ekki viss um að fólk vilji fá hér bandaríska fyrirkomulagið,þ.e. sterkan forseta sem jafnframt væri forsætisráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Aðgerðir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.