Þórhallur var hlutdrægur í kastljósi

Sá sem hefði spáð því fyrir nokkrum mánuðum að grínistinn Jón Gnarr yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík hefði væntanlega ekki verið talin með öllum mjalla. Hins vegar hefur það verið staðfest að Jón verður næsti borgarstjóri og Dagur B Eggertsson, verður næsti formaður borgarráðs. Þeir voru gestir  í kastljósþættinum.(ruv.is)

Þessi kastljósþáttur var mjög sérkennilegur.Þórhallur Gunnarsson var spyrill og hann spurði sömu spurningar allan þáttinn og beindi henni til Jóns Gnarr:Hvers vegna talaðir þú ekki við neina aðra en Samfylkinguna. Þetta þýddi:Hvers vegna talaðir þú ekki við Sjálfstæðisflokkinn,þar eð ekki náðist neinn meirihluti með VG.Engu var líkara en Þórhallur væri fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þættinum. Spurning er hvort  Þórhallur hefði hagað sér eins ef Jón Gnarr hefði ákveðið að semja við Sjálfstæðisflokkinn. Hvort Þórhallur hefði þá allan þáttinn spurt Jón: Hvers vegna talaði þú ekki við Samfylkinguna.Ég efast um það. Þórhallur Gunnarsson var mjög hlutdrægur í þættinum og það lá við að  hann sýndi Jóni Gnarr dónaskap.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband