Sunnudagur, 6. júní 2010
Efnahagsástandið slæmt í Bretlandi
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir efnahag landsins mun verri en sérfræðingar hafi talið til skamms tíma, og erfiðleika framundan sem taki nokkur ár yfirstíga. Í viðtali við Lundúnablaðið Sunday Times segir Cameron að spár fyrri stjórnar um þriggja prósenta hagvöxt næsta ár séu út í hött. Efnahagslífið muni ekki dafna á ný eins og hendi sé veifað. Framundan sé gríðarlegur niðurskurður félagslegrar þjónustu, frysting launa opinberra starfsmanna og jafnvel hækkun virðisaukaskatts úr 17,5 prósentum í 20 prósent. Útlit er fyrir 156 milljarða punda fjárlagahalla í Bretlandi í ár, en það er jafnvirði tæplega þrjátíu þúsund milljarða króna. Breska ríkið er stórskuldugt, og segir Cameron að vaxtagreiðslur geti farið í 50-70 milljarða punda.(ruv.is)
Fjárlagahalli Bretland upp á 156 milljarða punda er gífurlegur og okkar fjárlagahalli barnaleikur í samanburði við hann.Þar við bætist að vöruskiptajöfnuður Bretlands er alltaf óhagstæður en hagstæður hjá okkur og atvinnuleysið í Bretlandi er nafnmikið og hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.