Sunnudagur, 6. júní 2010
Viljum við sterkan leiðtoga?
Miklar umræður eiga sér nú stað um stjórnmálaflokkana og hugsanlegar breytingar á stjórnmálakerfinu.Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hafa kallað þessar umræður fram.Sumir segja,að fjórflokkurinn sé búinn að vera og eitthvað nýtt verði að koma fram.Það hefur verið rekinn mikill áróður gegn gömlu stjórnmálaflokkunum (fjórflokknum) að undanförnu og margir vilja fá eitthvað nýtt en vita ekki hvað það á að vera.En í rauninni er það fyrst og fremst eitt nýtt,sem kemur til greina, ef við föllum frá núverandi kerfi og það er bandaríska kerfið,þ.e. að sameina forseta og forætisráðherra í einu embætti og kjósa hann beinni kosningu.Forsetinn ( sem jafnframt væri forsætisráðherra) mundi síðan skipa ráðherra. Þetta kerfi kallar á sterkan leiðtoga.Spurningin er þá sú hvort við viljum fá sterkan leiðtoga,nokkurs konar einræðisherra. Ég held ekki. Eg er ekki hrifinn af slíklu kerfi.Ég vil heldur betrum bæta núverandi kerfi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.