Fjárlagagatið:Eiga aldraðir að bera byrðarnar?

Félagsmálaráðherra kom nýlega fram í sjónvarpi og sagði,að  skera yrði niður í velferðarkerfinu,fækka starfsfólki og lækka bætur. Ef það er ætlun ráðherrans að höggva í sama knérunn á ný eins og sl. ár og skerða aftur kjör aldraðra og öryrkja þá er hann á villigötum. Lífeyrisþegar hafa svo lágar bætur frá almannatryggingum,að ekki má skerða þær neitt.Hæstu bætur aldraðra einhleypinga eru   157 þús. á mánuði eftir skatt ( 412 fá þær bætur).Ef eldri borgari er í sambúð  missir hann heimilisuppbótina og upphæðin   snarlækkar .Er þetta fólkið,sem á að loka fjárlagagatinu.Eiga eldri  borgarar og öryrkjar,sem hafa 140-157 þús. á mánuði eftir skatt að bjarga Íslandi út úr kreppunni. Verkafólk hefur fengið 16% launahækkun frá 1.júní 2009. Eldri borgarar og öryrkjar eiga þá hækkun inni. En áður en lífeyrisþegar fá þá hækkun ætlar félagsmálaráðherra að skerða kjör þeirra meira.

Hvers vegna eru kjör eldri borgara lækkuð þegar laun annarra eru hækkuð eða standa í stað.Eru eldri borgarar og öryrkjar annars flokks þegnar.Eldri borgarar krefjast jafnréttis og réttlætis.Þeir eiga rétt á því að vera meðhöndlaðir eins og aðrir borgarar.Þeir eiga rétt á sömu hækkun á lífeyri og nemur hækkun þeirri sem launafólk hefur fengið á launum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki við öðru að búast af þessum stórgáfaða manni, sem Samfylkingin hampar upp á toppinn.

BBM

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband