Umbótanefnd Samfylkingar skilar af sér í oktober

Umbótanefnd Samfylkingarinnar segir í tilkynningu að starf hennar, sem á að vera lokið í október, gefi „hvorki flokknum né einstaklingum innan hans ástæðu til að bíða með að gaumgæfa eigin ábyrgð og stöðu".

Þá segir nefndin að hún muni ekki „fella dóma í einstökum málum". Hins vegar geri hún ráð fyrir að niðurstöður vinnunnar „hafi áhrif á mat flokksins og flokksmanna á stöðu þeirra sem gegna eða hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn".

Ásgeir Beinteinsson, einn verkstjóra nefndarinnar, segir nefndina með þessu ekki vera að fullyrða að fólk þurfi að segja af sér. Mikil umræða hafi hins vegar verið um þetta í samfélaginu.

„Þetta er frekar svar við þeirri umræðu og að ef einhverjum finnst hann þurfa að skoða eigið hlutskipti þá komi þetta starf okkar ekki í veg fyrir það. En við erum ekki byrjuð að draga neinar ályktanir," segir hann.

Nefndin mun skoða hvað stuðlaði að því að flokkurinn sá ekki bankahrunið fyrir. Stjórnarþátttakan, ábyrgð forystumanna flokksins og þeirra sem tóku þátt í prófkjörum hans verður skoðuð. Þá mun nefndin leggja til breytingar á stefnu, skipulagi og starfsháttum flokksins, gefi niðurstöður hennar tilefni til þess.(visir.is)
Nefndin gefur til kynna,að hún muni ekki leggja til ,að einhverjir segi af sér.Hún ætlar ekki að fella dóma  í einstökum málum.
Nefndin segist ætla að skoða hvers vegna fulltrúar Samfylkingar sáu ekki hrunið fyrir. Ólíklegt er að þessi nefnd finni fremur út úr því en rannsóknarnefnd alþingis.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu inn á www.amx.is þar ættirðu að finna svarið.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband