Þriðjudagur, 8. júní 2010
Opinberir starfsmenn hafa fengið kauphækkanir sl. 12 mánuði en eldri borgarar ekki
Árni Páll félagsmálaráðherra leggur til í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag,að laun ríkisstarfsmanna og lífeyrir aldraðra verði fryst til 2013.Ráðherrann athugar ekki,að laun ríkisstarfsmanna ( með laun undir 180-220 þús. á mán. ) hafa hækkað verulega á undanfarandi ári eða um 20 þús. kr. á mán. auk hárrar persónuuppbótar. En á sama tíma hefur lífeyrir eldri borgara ekkert hækkað,heldur lækkað vegna aðgerða Árna Páls. Eldri borgarar og öryrkjar eiga því inni þessa hækkun á lífeyri sínum.Á almennum markaði er hækkunin ca 16%. Fyrst þarf Árni Páll að leiðrétta lífeyrinn til samræmis við launahækkanir áður en hann ræðir um, að frysta lífeyri eða lækka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.