Ruglið heldur áfram í launamálum bankanna

Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig hjá því að hlýta úrskurðum Kjararáðs og getur borgað framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Fjármálaráðuneytið ætlar að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins.

Í lögum um kjararáð er kveðið á um að enginn ríkisstarfsmaður skuli hafa hærri föst laun fyrir dagvinnu en forsætisráðherra, sem nema 935 þúsund krónum á mánuði. Lögin ná yfir laun og starfskjör forstöðumanna fyrirtækja í eigu ríkisins og dótturfélaga þeirra.

Í lok mars síðastliðnum sendi kjararáð framkvæmdastjórum dótturfélaga Landsbankans bréf þar sem þeim var gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða ákvörðun ráðsins, sem fól í sér launalækkun sem tæki gildi 1. maí.

Síðdegis daginn eftir barst kjararáði bréf frá bankastjóra Landsbankans um að bankinn hefði ákveðið að færa eignarhald á helstu dótturfélögum sínum í sérstakt eignarhaldsfélag. Bankastjóri Landsbankans yrði stjórnarformaður þess en enginn framkvæmdastjóri yrði í félaginu. Dótturfélög Landsbankans urðu með þessu að dóttur-dótturfélögum bankans. Um er að ræða Landsvaka, SP fjármögnun, Horn fjárfestingarfélag, Vestia og Reginn.

Kjararáð vakti athygli fjármálaráðherra á áformum Landsbankans og óskaði eftir úrskurði frá ráðuneytinu um heimildir til að ákvarða laun forstöðumanna umræddra dótturfélaga eftir stofnun nýja félagsins.

Í úrskurði fjármálaráðuneytisins sem birtur var í dag segir að ef Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið samþykki áform Landsbankans, sé ljóst að launakjör framkvæmdastjóranna heyri ekki undir kjararáð. Að óbreyttum lögum sé því ekki mögulegt fyrir kjararáð að ákveða laun þeirra. Ráðuneytið ætli að taka málið upp við bankasýslu ríkisins.(visir.is)

Samkvæmt þessu er ljóst,að ruglið í launamálum bankanna heldur áfram.Ef unnt er að fara í kringum  samþykktir ríkis og alþingis í launamálum með stofnun dótturfélaga er lítið gagn í þessum samþykktum. Ríkið ætti að geta komið böndum yfir Landsbankann sem er eign ríkisins.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband