Alþingi fjallar um stjórnlagaþing

Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórnlagaþing stóð yfir hluta dags á Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu á forseti Íslands að boða til ráðgefandi stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána.

Það eiga að sitja 25 til 31 þjóðkjörnir fulltrúar og það gagnrýna sjálfstæðismenn í Allsherjarnefnd harðlega og segja þá leið ekki til þess fallna að auka traust þjóðarinnar gagnvart Alþingi.

Sjálfstæðismenn segja frumvarpið ófullburða, fjölmörgum spurningum sé ósvarað og málið sett fram í óðagoti og taugaveiklun. Þeir vilji taka málefni stjórnarskrárinnar fyrir á vettvangi þingsins. Framsóknarmenn í Allsherjarnefnd gagnrýna það að stjórnlagaþing skuli aðeins vera ráðgefandi samkvæmt frumvarpinu. Það þýði að stjórnvöld séu enn á ný með fingurna í ákvarðanatökunni og séu skilaboð um að stjórnvöld treysti ekki kjörnum fulltrúum til að koma með tillögur.

Þá gagnrýnir Framsókn kostnað uppá tæpan hálfan milljarð varla réttlætanlegan á tímum stórkostlegs niðurskurðar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur efasemdir um frumvarpið og segir afleita aðferð vera lagða til við að breyta stjórnarskránni. Hann tekur undir með Þráni Bertelssyni sem vill að málið fari aftur inn í Allsherjarnefnd.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ítrekaði í umræðum á Alþingi í gær að hún teldi mjög mikilvægt að frumvarp um stjórnlagaþing yrði að lögum sem fyrst.(ruv.is)

Það er mjög mikilvægt að efna til stjórnlagaþings sem fyrst.Það er endalaust unnt að deila um það hvernig slíkt þing eigi að vera.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband