Ísland gerir gjaldeyrisskiptasamning við Kína

Seðlabanki Íslands og Seðlabanki Kína hafa gert með sér gjaldeyrisskiptasamning. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að samningurinn eigi sér langa forsögu.

Áður hefur Seðlabanki Íslands gert þrjá gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Danmerkur, Svíþjóð og Noregs og voru þeir samningar undirritaðir fyrir ári.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að samningurinn sé gerður til að auka aðgang Íslands að erlendum gjaldeyri.

Þar sem forsaga samninganna sé nokkuð löng sé erfitt að segja til um hver hafi átt frumkvæðið að þeim. En þeir hafi augljóslega meiri þýðingu fyrir Ísland en Kína.

Um það hvort leitað hafi verið til fleiri seðlabanka segir Gylfi að ávallt séu einhver samskipti við erlenda seðlabanka.

Samningurinn gildir í þrjú ár og hægt verður að framlengja hann að gefnu samþykki beggja aðila.(ruv.is)

 

Hér er um sögulegan samning að ræða. Ef til vill getur þessi samningur orðið upphaf frekara samstarfs milli ríkjanna.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband