Miðvikudagur, 9. júní 2010
Seðlabankinn: Við ráðum við að greiða Icesave
Í fréttum RÚV í gærkvöld sagði Bert Heemskerk fyrrverandi framkvæmdastjóri Rabo-banka í Hollandi, að Íslendingar gætu enganveginn staðið undir því að endurgreiða Hollendingum og Bretum vegna Icesave. Hagkerfið íslenska væri of lítið og upphæðirnar of háar.
Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður rannsókna- og spádeildar Seðlabankans, segist ekki vita hvaða tölur Heemskerk miðaði við. Seðlabankinn hefði komist að allt annarri niðurstöðu.
Þær tölur sem reiknaðar voru út á síðasta ári og miðast við samningana, sem síðan voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu, miðast við að kostnaðurinn við Icesave væri um 15% af landsframleiðslu á árunum 2016-2024. Þrátt fyrir að svartsýnustu forsendur væru teknar með, þá var niðurstaðan samt sú að við réðum við greiðsluna.(ruv,is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.