Vill ekki upplýsa hverjir veittu honum styrki

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007.

Sigurður Kári sagði á Alþingi á mánudag að hann hefði „upplýst um þá styrktaraðila sem mér bar skylda til að upplýsa um".

Spurður hvar og hvenær hann hafi gert þetta, segir Sigurður að hann hafi tilgreint styrktaraðila vegna prófkjörs 2009 og sent uppgjör vegna prófkjörs 2006 til Ríkisendurskoðunar: „Ég hef fylgt öllum reglum sem mér ber skylda til að fylgja og þar við situr."

Í síðarnefndu uppgjöri segir að Sigurður Kári hafi fengið alls 4.650.000 krónur í styrki. Þrír þeirra eru yfir 500.000 krónum, en Ríkisendurskoðun mæltist til þess að styrkveitendur svo hárra styrkja yrðu nafngreindir. Það gerði Sigurður ekki. Styrkveitendur hans eru ýmist kallaðir NN, eða sagt að þeir óski nafnleyndar.

Spurður hvort hann ætli að greina frá þessum styrktaraðilum, segir Sigurður að honum beri ekki skylda til þess samkvæmt lögunum. Hann tekur fram að kostnaður hans (6,7 milljónir) sé mun lægri en hjá ýmsum öðrum og styrkirnir dreifðari.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að einn þessara styrkja, 750.000 krónur, hafi komið frá Landsbankanum. Þá eru tveir háir styrkir eftir: einn upp á milljón frá lögaðila og annar upp á hálfa milljón frá einstaklingi. Væri ekki einfaldast að gefa þetta upp?

„Ég tel að þær upplýsingar sem ég hef veitt Ríkisendurskoðun séu fullnægjandi og lögum samkvæmt," segir hann.

Spurður hvort kjósendur kunni að eiga rétt á að vita um slíka styrki, segir Sigurður að þegar prófkjörið fór fram hafi ákveðnar reglur gilt, sem hann fari eftir.

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur viðurkennt að þeir aðilar sem voru sagðir „óska nafnleyndar" í hans uppgjöri hafi í raun ekki gert það.

Um hvort styrktaraðilar Sigurðar hafi í raun óskað nafnleyndar, segir Sigurður: „Ég tel að það sé, sá sem annaðist uppgjörið, það er væntanlega þannig, fyrst þetta er tiltekið svona. Ég hef ekkert meira um þetta að segja."(visir.is)

Eðlilegt væri að Sigurður upplýsti um það hverjir hafi veitt  honum styrki.Krafa almennings er að allt sé uppi á borðinu.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband