Fimmtudagur, 10. júní 2010
Almannatryggingar nái til allra án tillits til efnahags
Fyrstu lög um almannatryggingar voru sett í tíð nýsköpunarstjórnar,Alþýðuflokks,Sjálfstæðisflokks og Sósaiistaflokks 1944-1946.Alþýðuflokkurinn setti það að skilyrði fyrir þátttöku í stjórninni,að sett yrðu lög um almannatryggingar.Þegar ríkisstjórnin kynnti lögin sagði Ólafur Thors forsætisráðherra,að " hér á landi skyldi komið á fót svo fullkomnu kerfi almannatrygginga,sem næði til allrar þjóðarinnar án tillits til stétta eða efnahags,að Íslendingar yrðu á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóða." Það gengur þvert gegn þessu markmiði almannatrygginganna að afnema grunnlífeyri hjá fjölda manns,þ.e. að láta greiðslur úr lífeyriissjóði skerða grunnlífeyri eða fella hann út með öllu.Það var aldrei meiningin að almannatryggingar yrðu fátækraframfærsla.Þær áttu að ná til allra eins og nafnið bendir til.
Fólk er búið að greiða til almannatrygginga alla ævi og á rétt á því að fá greitt úr tryggingunum þegar það kemur á efri ár. Lífeyrissjóðirnir áttu að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að skerða lífeyri aldraðra eða öryrkja.Það var aldrei meiningin. Þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla ævi eiga þá peninga sem þar hafa safnast upp.Þar er um eign að ræða en ekki tekjur. Þess vegna á ekki að greiða neinn skatt af greiðslum úr lífeyrissjóði og þessar greiðslur eiga ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá almannatryggingum. Þetta verður að leiðrétta. Í Svíþjóð skerða greiðslur úr lífeyrissjóði ekki tryggingabætur og þannig á þetta að vera hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.