Fimmtudagur, 10. júní 2010
Jón Bjarnason andvígur fækkun ráðherra?
Það vekur athygli,að Jón Bjarnaon ráðherra VG lýsir því yfir í morgun,að hann sé andvígur frumvarpi forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta og ráðherra.Hann segir,að vinna eigi málið betur. Frv. gerir ráð fyrir,að stofnað verði eitt atvinnuvegaráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti falli þar inn í.Einnig verði stofnað eitt velferðarráðuneyti með félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti innanborðs. Auðlindamál verði færð undir umhverfisráðuneyti.
Jón Bjarnason mun óttast að missa ráðherrastólinn við þessar breytingar og þess vegna leggst hann gegn þeim. En ekkert hefur verið ákveðið hver heldur stólnum og hver missir hann.Varðandi ráðherra VG er það alfarið á valdi þess flokks hverjir verða ráðherrar eftir breytinguna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.