Fimmtudagur, 10. júní 2010
Kostnaður vegna tæknilegs gjaldþrots Seðlabanka 175 milljarðar
Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna tæknilegs gjaldþrots Seðlabanka Íslands nemur 175 milljörðum króna. Það eru 654 þúsund krónur á hvern Íslending eða 2,2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur en hún spurði um kostnað ríkissjóðs vegna bankahrunsins.
Þá kemur fram í sama svari að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna eiginfjárframlags ríkisins og víkjandi lána Arion banka, Íslandsbanka og NBI nemur 196 milljörðum króna.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.