Föstudagur, 11. júní 2010
Atvinnuleysi komið niður í 8,3%
Skráð atvinnuleysi í maí 2010 var 8,3% en að meðaltali 13.875 manns voru atvinnulausir í maí og minnkar atvinnuleysi um 5,4% frá apríl, eða um 794 manns að meðaltali.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að mest fækkar körlum á atvinnuleysisskrá eða um 727 að meðaltali en konum fækkar um 67 að meðaltali. Fækkunin er hlutfallslega meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu eða um 8,5% á landsbyggðinni og um 4% á höfuðborgarsvæðinu.
Mest fækkar atvinnulausum í mannvirkjagreinum eða um 367 manns. Atvinnuleysið er 9,1% á höfuðborgarsvæðinu en 7% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 13,5%, en minnst á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra 3,6%. Atvinnuleysið er 8,8% meðal karla og 7,7% meðal kvenna.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er þess virði að athuga hversu stórt hlutfall af atvinnulausum eru aðflutt vinnuafl ...
en ég sem ein af þúsundum atvinnuleysingjum (alíslensk nota bene ! ) hef ég þurft að hafa mikil samskipti við Vinnumálastofnun undanfarna mánuði og vikur, og hefur það slegið mig þegar ég hef þurft að fara niður á Engjateig að ég er yfirleitt sú eina íslenska sem bíður eftir þjónustu, en yfirleitt eru þetta austurevrópubúar í hópum sem eru að bíða eftir þjónustu eða asíubúar, svo mér hefur liðið bókstaflega eins og á flugvelli þegar ég fer þangað..... !!!!
Ein atvinnulaus (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.