Ögmundur leggst gegn frystingu launa.Vill kjarajöfnun

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir fráleitt að frysta laun opinberra starfsmanna eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Skorið verður niður í fjárlögum næsta árs um 32 miljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram á næstu dögum. Gert er ráð fyrir 5% niðurskurði í velferðarmálum en 10% í öðrum málaflokkum.

Þá er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði fryst í eitt ár. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki hlynntur því. Hann segir að lausnin felist fremur í kjarajöfnun sem felist í því að laun þeirra hærra launuðu verði fryst en bæt þurfi kjör þeirra lægstlaunuðu.

 En hvernig líst þingmanninum á þrjú hundruð milljóna króna viðbótar niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu? „Ég tel að ansi hart hafi verið gengið fram gagnvart RÚV. En niðurskurður og samdráttur bitnar því miður á þeirri stofnun eins og öðrum."(ruv.is)

Ég er sammála Ögmundi.Það er eðlilegra að  lækka laun þeirra,sem hafa há laun og hækka laun þeirra sem  eru með alltof lág laun í stað þess að frysta öll laun.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband