7 milljarðar " fundust"

Ríkisstjórnin hyggst ná inn ellefu milljörðum króna með auðlegðarskatti, auknum álögum á atvinnulífið og fleiri sértækum aðgerðum. Þá verður skorið niður um 32 milljarða króna á næsta ári.

Ríkisstjórnin vinnur nú að endurskoðaðri áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum um hvernig unnt verði að snúa hallarekstri ríkissjóðs í plús fyrir árið 2013. Samkvæmt áætluninni þarf að hagræða í ríkisrekstrinum um 43 milljarða króna. Þremur fjórðu hlutum verður náð með niðurskurði.

Almennt verður skorið niður um tíu prósent en þó verður minni niðurskurður, eða fimm prósent, í málaflokkum fatlaðra, sjúklinga, námsmanna og í löggæslu. Ráðuneytin eiga að skila sínum sparnaðartillögum í síðasta lagi á mánudag.

Ríkisstjórnin hefur beðið eftir þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem er óvenju seint á ferðinni. Þar mun koma fram nákvæm afkoma ríkissjóð og spáð fyrir um horfur. Til stóð að kynna fyrir þinglok skýrslu um ríkisfjármálin fyrir næsta ár en af því verður tæpast úr þessu.

Niðurskurðurinn mun að hluta til felast í sameiningu ráðuneyta og í kjölfarið sameiningu stofnana sem undir þau ráðuneyti heyra. Til að mynda að Vegagerðina og Umferðarstofu annars vegar og Siglingastofnun og Flugmálastjórn hins vegar.

Þá er ljóst að Landspítalinn mun ekki fara varhluta af frekari niðurskurði. Rætt hefur verið um 3-5 prósent.

Fjórðungi hagræðingar í ríkisrekstri á að ná með skattahækkunum. Ekki stendur til að hækka skatta almennt, fremur að fara í sértækar aðgerðir sem nái til einstaka hópa. Rætt hefur verið um auðlegðarskatt sem og að auka álögur á atvinnulífið.

 

Lítið hefur farið fyrir fundahöldum að undanförnu í hópi ríkisstjórnarinnar um ríkisfjármálin. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa hins vegar rætt við einstaka hagsmunahópa en frekari fundarhöld verða væntanlega í haust áður en fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi. (ruv.is)

Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir því að   hagræða þyrfti í ríkisrekstrinum upp á 50 milljarða. En í ljós kom,að ekki þurfti að skera niður og auka tekjur um meira en 43 milljarða. Staðan var 7 milljörðum betri en reiknað hafði verið með,þ.e. það fundust 7 milljarðar. En úr því svo er þarf ekki að skerða kjör aldraðra og öryrkja. Við getum komist hjá því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband