Stjórnlagaþing: Boða á 1000 manna þjóðfund

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. 21 mál er á dagskrá fundarins sem hefst með atkvæðagreiðslum. Meðal annars verða greidd atkvæði um stjórnlagaþing að lokinni annarri umræðu og um breytingatillöguna. Samkvæmt henni á að boða til þúsund manna þjóðfundar áður en stjórnlagaþing kæmi saman og sérstök fagnefnd fari yfir niðurstöður þess fundar.

Mörg umdeild mál eru enn á dagskrá þingfundar þar á meðal afnám vatnalaga, varnarmálastofnunar, samgönguáætlun og frumvarp um innstæðutryggingar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segir allt benda þó til þess að starfsáætlun Alþingis haldi og þingfrestun verði næstkomandi þriðjudag eins og þar stendur.(ruv.is)

 

Samkomulag náðist á alþingi milli stjórnar og stjórnarandstöðu u8m stjórnlagaþing. Segja margir,að málið hafi verið vatnað út til þess að ná samstöðu. 1000 manna þjóðfundur er eitt samkomulagsatriðið.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband