Laugardagur, 12. júní 2010
Vill að umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins flytur tillögu á alþingi um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Hún telur forsendur hafa breyst. Ég tel,að fara eigi í aðildarviðræður og sjá hvað fæst út úr þeim. Síðan sker þjóðin úr í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi ESB umsókn Samfylkinarinnar og örfárra kverúlanta úr öðrum flokkum er óvinafagnaður sem hefur orðið þjóðinni dýrkeypt og á enn eftir að kosta okkur meira ef þessi endemis vitleysa verður ekki dreginn til baka.
Því fyrr sem þessi hörmulegi óvinafagnaður þjóðarinnar verður dreginn til baka, því betra.
Ekkert eitt mál hefur sundrað þjóðinni verr en þessi arfavitlausa ESB umsókn og það á alversta tíma í Íslandssögunni.
Svo er þetta meira en umsókn sem þjóðin hefur verið plötuð í. Það er unnið að rándýru aðlögunarferli sem á svo að vera lokið á næstu 1 til 3 árum en þá eigum við að vera búnir að innleiða stjórnkerfi og reglur ESB til þess að gerast svo formlegir rekkjunautar í þessu hörnulega og síhnignandi yfirráðabandalagi.
Andstaðan við ESB aðild Íslands hefur aldrei verið harðari og eindregnari meðal þjóðarinnar.
En áfram ætlar Samfylkingin að halda þessum ESB herleiðangri sínum sama hvað tautar og raular.
Mér misbýður þessi óhæafa.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 11:29
ESB er að hrynja. Það er sannað að .að er gallað í grunnin. Evran er a liðkast sundur. Þá sækir Ísland um aðild....
Óskar Arnórsson, 12.6.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.