Þriðjudagur, 15. júní 2010
Hagstofan: 2,9% samdráttur í landsframleiðslu í ár
Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fram til ársins 2015 sem birt hefur verið á vefsíðu stofnunarinnar. Þar segir að gert er ráð fyrir að heimilin hafi náð að stöðva samdrátt einkaneyslu þrátt fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist enn saman.
Samneysla heldur áfram að dragast saman til 2012 en þá hægir á samdrættinum, sem snýst í vöxt árið 2014. Gert er ráð fyrir að efnahagsáætlun ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gangi eftir.
Verðbólga fer hjaðnandi og nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans seinni hluta spátímans. Reiknað er með að kjarasamningum síðar á árinu ljúki án mikilla launahækkana. Atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt frá 2011 þegar hagvöxtur verður jákvæður.
Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd verður mikill allan spátímann en viðskiptajöfnuður verður eigi að síður óhagstæður.(visir,is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.