Þriðjudagur, 15. júní 2010
Hanna Birna forseti borgarstjórnar
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að taka boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að gerast forseti borgarstjórnar. Sömu heimildir herma að Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, verði fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Ekki liggur fyrir hver aðkoma Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna verður að öðru leyti að stjórn borgarinnar og hvort að flokkarnir muni til að mynda stýra einhverjum nefndum.
Nýkjörin borgarstjórn kemur saman í fyrsta sinn í dag klukkan tvö en þá tekur nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar við stjórn Reykjavíkurborgar. Eins og áður hefur komið fram verður Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs.
(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Yessss! Gott hjá Hönnu Birnu ef satt reynist.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.