Kardimommubær vinabær Reykjavíkur segir Jón Gnarr

Jón Gnarr var settur í embætti borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í dag og að loknum fundi tók hann við lyklum að skrifstofu borgarstjóra úr höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi borgarstjóra.

Í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í dag sagði Jón Gnarr borgarstjóri meðal annars: „Margir eru á móti nýjungum og finnst þægilegast að gera hlutina bara eins og þeir hafa alltaf verið gerðir og hefð er fyrir. Besti flokkurinn er ekki svoleiðis." Jón sagði að þrátt fyrir það þyrfti enginn að hræðast Besta flokkinn „af því að hann er besti flokkurinn."

„Ef hann væri það ekki héti hann Versti flokkurinn eða bara hreinlega Vondi flokkurinn. Við myndum aldrei fara í samstarf með slíkum flokki. Með þessu er ég samt ekki að segja að allir skilji Besta flokkinn. En það er allt í lagi. Að þessu leiti er Besti flokkurinn ekki ólíkur Múmínpabba. Það skilja hann ekki allir. En allir vita að hann er ekki vondur þótt hann sé stundum svolítið ringlaður. Hann passar líka alltaf að hafa gott fólk í kringum sig."

Þá sagði Jón að síðustu vikur hafi verið mjög merkilegar fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnmálum. „Þær hafa jafnvel líka verið merkilegar fyrir þá sem hafa ekki áhuga á stjórnmálum en kannski á annan hátt. Fólk hefur verið að kynnast, hittast á fundum og spjalla. Skemmtilegar umræður hafa skapast. Allt samstarf hefur gengið mjög vel."

Borgarstjórinn lauk síðan ræðu sinni með því að vitna í Bítlana: „All you need is love, love is all you need!"(visir.is)

Í ræðu sinni sagði Jón Gnarr,að hann legði til,að Reykjavík óskaði eftir  því að Kardimommubærinn yrði vinabær Reykjavíkur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

,,Ég hef því ákveðið að gera Kardimommubæinn að vinabæ Reykjavíkur,'' sagði borgarstjórinn. En Kardimommubærinn er ekki til.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.6.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband